fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433

Henderson með ákall til leikmanna Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool hefur kallað eftir meiri stöðugleika hjá leikmönnum liðsins.

Liverpool situr sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 50 stig, jafn mörg stig og Chelsea sem er í fjórða sætinu.

Liðið vann góðan 3-0 sigur á Huddersfield á dögunum en hafði áður tapað tveimur leikjum í röð gegn Swansea og WBA, slökustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við erum spenntir að sjá hvað við getum gert á síðustu mánuðum tímabilsins. Þetta verður stórt próf fyrir okkur en ég tel að við séum tilbúnir,“ sagði fyrirliðinn.

„Við þurfum að sýna meiri stöðugleika og spila eins og við gerðum gegn Huddersfield. Ég er ekki að hugsa um stigamuninn á okkur og Tottenham, hann skiptir engu máli, ég vil bara vinna þennan leik.“

„Við þurfum líka að leggja meiri áherslu á það að halda markinu hreinu, við gerðum það í vikunni og erum með sjálfstraust núna. Vonandi náum við að nýta okkur þetta,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði