Maroune Fellaini, miðjumaður Manchester United kom inná sem varamaður í 0-2 tapi liðsins gegn Tottenham í gær.
Hann entist aðeins í sjö mínútur inná vellinum og var að lokum skipt af velli á 63. mínútu.
Fellaini hefur verið að glíma við meiðsli á hné undanfarna mánuði og nú óttast læknateymi félagsins að hann þurfi að gangast undir aðgerð.
Hann hefur lítið sem ekkert spilað með United, undanfarna mánuði vegna meiðslanna en hann verður samningslaus í sumar.
Félagið vill halda honum en hann hefur m.a verið orðaður við PSG í Frakklandi.