Ashley Young bakvörður Manchester United er á því að liðið geti unnið Meistaradeildina.
United heimsækir Sevilla í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Um er að ræða 16 liða úrslit og má búast við fjörugum leik.
,,Að sjálfsögðu getum við unnið Meistaradeildina,“ sagði Young.
,,Þú ferð ekki í keppni án þess að halda þú getir unnið keppnina, við reynum að vinna hvern einasta leik.“