Mohamed Salah kantmaður Liverpool segist hafa elskað Liverpool frá æsku.
Salah hefur gjörsamlega slegið í gegn hjá Liverpool eftir að félagið keypt hann á 35 milljónir punda frá Roma síðasta sumar.
Salah hefur skorað 21 mark í ensku úrvalsdeildinni og verið potturinn og pannan í leik Liverpool.
,,Ég hef elskað þetta félag frá því að ég var ungur drengur, ég vissi að þetta væri liðið sem ég vildi spila fyrir,“ sagði Salah.
,,Ég þekkti sögu félagsins og um leið og ég fékk tækifæri á að koma hingað þá varð ég að láta þetta gerist.“