,,Ég legg mikið á mig til að vera alltaf í byrjunarliðinu,“ sagði Romelu Lukaku framherji Manchester United.
Lukaku fagnar komu Alexis Sanchez til félagsins og segir hann leikmanninn fæddan til að spila fyrir United.
,,Hann er United leikmaður, hann fæddist til að spila hérna. Hann á skilið að vera á svona stóru sviði, þetta var það sem hann vildi.“
,,Hann hefur mikla reynslu eftir að hafa spilað fyrir bæði Barcelona og Arsenal.“
,,Ég ber mikla virðingu fyrir hæfileikum hans, hann er sigurvegari sem vill gera allt til þess að vinna.“