Jóhann Berg Guðmundsson er líkt og venjulega í byrjunarliði Burnley er liðið tekur á móti Manchester City.
Eftir frábært gengi hefur heldur betur hægst á Burnley sem hefur ekki unnið í síðustu átta leikjum í deildinni.
Manchester City er með öruggt forskot á toppi deildarinnar.
Byrjunarliðin eru hér að neðan.
Burnley: Pope, Taylor, Long, Mee, Bardsley, Hendrick, Lennon, Berg Gudmundsson, Cork, Vokes, Barnes
Manchester City: Ederson, Walker, Danilo, Kompany (C), Otamendi, Fernandinho, Gündogan, De Bruyne, Bernardo, Sterling, Agüero