Bakary Sako verður frá út tímabilið vegna meiðsla en þetta var tilkynnt í dag.
Hann meiddist á ökkla og nú hefur komið í ljós að hann er með brákað bein.
Þá hafa liðböndin í kringum ökklann einnig skaddast en þetta staðfesti Roy Hodgson, stjóri liðsins í dag.
Sako hefur komið við sögu í 19 leikjum með Palace á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað 6 mörk.
Palace er í þrettánda sæti deildarinnar með 26 stig, þremur stigum frá fallsæti.