Riyad Mahrez, sóknarmaður Leicester mætti ekki á æfingu liðsins í morgun en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Mahrez var sterklega orðaður við Manchester City í félagaskiptaglugganum sem leið og bað m.a um að vera seldur frá félaginu en City lagði fram fjögur tilbið í leikmanninn.
Stuðningsmenn Leicester eru orðnir ansi þreyttur á Mahrez og hringdi einn slíkur inn í útvarpsþátt TalkSport á dögunum þar sem að hann lét leikmanninn heyra það duglega.
„Hann æfði alla vikuna fyrir leikinn gegn Everton og svo daginn fyrir leik, þá ákveður hann að biðja um sölu frá félaginu, hvaða rugl er þetta,“ sagði stuðningsmaðurinn.
„Í síðasta félagaskiptaglugga sat hann á flugvellinum í París og beið eftir að komast til Roma. Í glugganum fyrir það var hann á öðrum flugvelli að bíða eftir félagaskiptum. Ég óska þess innilega að við hefðum bara tekið peninginn og selt hann.“
„Ég er kominn með algjörlega nóg af þessum leikmanni. Í hverjum einasta glugga segir hann þetta og hitt og að hann vilji fara. Þegar allt kemur til alls þá hefur hann átt eitt frábært tímabil.“
„Ég er ekki að segja að hann sé slakur leikmaður en hann er enginn heimsklassa leikmaður. Hann er ekki betri en Sane, ekki betri en De Bruyne og hann er ekki einu sinni betri en Sterling.“
„Hann er ekki að fara til Barcelona eða Real Madrid, hann er ekki nógu góður fyrir þessi félög. Sem stuðningsmaður Leicester þá vona ég innilega að hann fari aldrei aftur í bláu treyjuna og ef þeir ákveða að gera það þá má hann spila með U23 ára liðinu,“ sagði stuðningsmaðurinn að lokum.
Viðtalið má heyra hér fyrir neðan.
"I hope that they never, ever, stick a Leicester shirt on him again"
This #LCFC fan had plenty to say on Riyad Mahrez on The Sports Bar last night. Thoughts?
It's back on tonight from 10pm with @andygoldstein05 and @jasoncundy05! pic.twitter.com/XSO1Cse8ZF
— talkSPORT (@talkSPORT) February 1, 2018