fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433

Stuðningsmaður Leicester brjálaður: Vonandi klæðist Mahrez aldrei aftur bláu treyjunni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riyad Mahrez, sóknarmaður Leicester mætti ekki á æfingu liðsins í morgun en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Mahrez var sterklega orðaður við Manchester City í félagaskiptaglugganum sem leið og bað m.a um að vera seldur frá félaginu en City lagði fram fjögur tilbið í leikmanninn.

Stuðningsmenn Leicester eru orðnir ansi þreyttur á Mahrez og hringdi einn slíkur inn í útvarpsþátt TalkSport á dögunum þar sem að hann lét leikmanninn heyra það duglega.

„Hann æfði alla vikuna fyrir leikinn gegn Everton og svo daginn fyrir leik, þá ákveður hann að biðja um sölu frá félaginu, hvaða rugl er þetta,“ sagði stuðningsmaðurinn.

„Í síðasta félagaskiptaglugga sat hann á flugvellinum í París og beið eftir að komast til Roma. Í glugganum fyrir það var hann á öðrum flugvelli að bíða eftir félagaskiptum. Ég óska þess innilega að við hefðum bara tekið peninginn og selt hann.“

„Ég er kominn með algjörlega nóg af þessum leikmanni. Í hverjum einasta glugga segir hann þetta og hitt og að hann vilji fara. Þegar allt kemur til alls þá hefur hann átt eitt frábært tímabil.“

„Ég er ekki að segja að hann sé slakur leikmaður en hann er enginn heimsklassa leikmaður. Hann er ekki betri en Sane, ekki betri en De Bruyne og hann er ekki einu sinni betri en Sterling.“

„Hann er ekki að fara til Barcelona eða Real Madrid, hann er ekki nógu góður fyrir þessi félög. Sem stuðningsmaður Leicester þá vona ég innilega að hann fari aldrei aftur í bláu treyjuna og ef þeir ákveða að gera það þá má hann spila með U23 ára liðinu,“ sagði stuðningsmaðurinn að lokum.

Viðtalið má heyra hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði