Pierre-Emerick Aubameyang gekk til liðs við Arsenal í gærdag.
Arsenal borgaði Dortmund í kringum 55 milljónir punda fyrir framherjann og er hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við enska félagið og mun þéna í kringum 180.000 pund á viku.
Aubameyang var mættur á æfingu hjá Arsenal í dag þar sem hann æfði einn undir handleiðsu Arsene Wenger, stjóra liðsins.
Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.