Riyad Mahrez, sóknarmaður Leicester mætti ekki á æfingu liðsins í morgun en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Mahrez var sterklega orðaður við Manchester City í félagaskiptaglugganum sem leið og bað m.a um að vera seldur frá félaginu en City lagði fram fjögur tilbið í leikmanninn.
Þá var hann hvergi sjáanlegur þegar Leiceter tapaði fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær en samkvæmt fjölmiðlum á Englandi á hann von á hárri fjársekt frá félaginu.
Leicester ætlar að sekta hann um 200.000 pund fyrir athæfið en hann mun setjast niður með Claude Puel, stjóra liðsins á næstu dögum og fara yfir málin.