Mesut Ozil hefur framlengt saming sinn við Arsenal en þetta staðfesti félagið í dag.
Hann skrifar undir þriggja og hálfs árs framlenginu og verður því hjá félaginu til ársins 2021.
Ozil er þar með orðinn launahæsti leikmaður liðsins og mun þéna í kringum 300.000 pund á viku.
Hann skrifaði undir samninginn í dag en fyrrum samningur hans átti að renna út í sumar.
Ozil verður því áfram á Emirates en hann hefur verið orðaður við Manchester United og Barcelona að undanförnu.