fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433

Jose Mourinho: Ég elska leikmenn mína

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United hefur framlengt samning sinn við enska félagið en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.

Samningurinn gildir til ársins 2020 og er með möguleika á árs framleningu, í það minnsta.

Hann verður því hjá félaginu næstu þrjú árin en hann tók við liðinu af Louis van Gaal sumarið 2016.

„Ég vil þakka eigendunum og Woodward fyrir traustið sem þeir hafa sýnt mér. Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri sem mér hefur verið gefið að stýra þessu frábæra félagi áfram,“ sagði Mourinho.

„Við höfum sett markið hátt, við unnum þrjá titla á síðustu leiktíð en þetta eru þau viðmið sem við viljum vinna eftir. Við viljum vinna titla hjá þessu félagi og það eru bjartir tímar framundan hjá þessu magnaða félagi.“

„Ég verð að þakka starfsfólki félagsins og leikmönnum mínum. Þetta hefði ekki tekist án þeirra. Ég elska leikmenn mína og ég er mjög spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með þeim, næstu þrjú árin.“

„Ég verð að þakka stuðningsmönnum félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum. Mér hefur liðið vel hérna frá fyrsta degi og það er mikill heiður fyrir mig að fá að stýra þessu félagi,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elías Rafn og Logi í sigurliðum – Hákon Arnar spilaði lítið í óvæntu tapi

Elías Rafn og Logi í sigurliðum – Hákon Arnar spilaði lítið í óvæntu tapi
433Sport
Í gær

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers
433Sport
Í gær

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann