fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433

Jose Mourinho: Ég elska leikmenn mína

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United hefur framlengt samning sinn við enska félagið en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.

Samningurinn gildir til ársins 2020 og er með möguleika á árs framleningu, í það minnsta.

Hann verður því hjá félaginu næstu þrjú árin en hann tók við liðinu af Louis van Gaal sumarið 2016.

„Ég vil þakka eigendunum og Woodward fyrir traustið sem þeir hafa sýnt mér. Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri sem mér hefur verið gefið að stýra þessu frábæra félagi áfram,“ sagði Mourinho.

„Við höfum sett markið hátt, við unnum þrjá titla á síðustu leiktíð en þetta eru þau viðmið sem við viljum vinna eftir. Við viljum vinna titla hjá þessu félagi og það eru bjartir tímar framundan hjá þessu magnaða félagi.“

„Ég verð að þakka starfsfólki félagsins og leikmönnum mínum. Þetta hefði ekki tekist án þeirra. Ég elska leikmenn mína og ég er mjög spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með þeim, næstu þrjú árin.“

„Ég verð að þakka stuðningsmönnum félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum. Mér hefur liðið vel hérna frá fyrsta degi og það er mikill heiður fyrir mig að fá að stýra þessu félagi,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Reynir að greina leik Gyokeres og hvað Arsenal þarf frá honum

Reynir að greina leik Gyokeres og hvað Arsenal þarf frá honum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United búið að finna ódýrari týpuna af Baleba sem hefur svipaða eiginleika

United búið að finna ódýrari týpuna af Baleba sem hefur svipaða eiginleika
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Keane segir að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir Manchester United

Keane segir að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rffillinn segir Ronaldo vera vælukjóa – Rifust í leik og Ronaldo fór að spyrja hann út í mánaðarlaunin

Rffillinn segir Ronaldo vera vælukjóa – Rifust í leik og Ronaldo fór að spyrja hann út í mánaðarlaunin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Cuti Romero óvænt að gera nýjan og stóran samning við Spurs

Cuti Romero óvænt að gera nýjan og stóran samning við Spurs
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Galdraði KR upp úr fallsæti og nálægt efri hluta deildarinnar

Galdraði KR upp úr fallsæti og nálægt efri hluta deildarinnar
433Sport
Í gær

Liverpool staðfestir sölu á ungstirninu fyrir 4,2 milljarða

Liverpool staðfestir sölu á ungstirninu fyrir 4,2 milljarða
433Sport
Í gær

Kristján Óli segir þetta vera stóra áhyggjuefnið í Kópavoginum

Kristján Óli segir þetta vera stóra áhyggjuefnið í Kópavoginum