fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Best geymda leyndarmál Reykjavíkur

Kynning

Hringsjá: Einstaklingsmiðuð náms- og starfsendurhæfing

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Rós Sigurðardóttir var orðin 26 ára og langaði að feta menntaveginn en hafði ekki næga trú á því að hún gæti lært. Hún hafði verið í endurhæfingu hjá Hvítabandinu, sem er úrræði á vegum Landspítalans. Þar var hún í sálfræðimeðferð og sótti námskeið í hugrænni atferlismeðferð HAM. Ástæða endurhæfingar var tilfinningalegt áfall eftir röð slæmra atburða, allt frá æsku.

Í framhaldi af endurhæfingunni á Hvítabandinu fór Dagný í Hringsjá náms- og starfsendurhæfingu og stundaði þar nám frá 2012 til 2013. Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Námið hentar einnig þeim sem hafa litla grunnmenntun eða sértæka námserfiðleika. Stefnt er að því að þeir sem útskrifast frá Hringsjá verði færir um að takast á við nám í almennum framhaldsskólum og finna störf við hæfi á vinnumarkaðnum. „Hringsjá er yndislegur staður. Það er svo vel haldið utan um mann og kærleikurinn svo ríkjandi, um leið og maður gengur inn í húsið. Þótt þú sért að drepast úr stressi, þá finnurðu að þú ert á öruggum stað. Hringsjá er lítill griðastaður inni í öllu kaosinu í Reykjavík,“ segir Dagný.

Breytti öllu

„Námið breytti öllu lífsviðhorfi mínu. Ég lærði til dæmis stærðfræði í fyrsta skipti á ævinni, en ég hélt að það væri mér algerlega fyrirmunað. Námið færði mér einnig upp í hendur fjölda verkfæra sem ég get nýtt mér í daglegu lífi, eins og til að takast á við kvíðann. Ef ég lendi í kvíðafullum aðstæðum get ég nýtt mér núvitundina. Ég lærði líka að ég get alveg lært, þó að það taki mig aðeins lengri tíma. Þannig efldi ég sjálfstæði mitt og styrk.“ Náms- og starfsendurhæfing Hringsjár felst í margvíslegum styttri námskeiðum og í námi á framhaldsskólastigi sem tekur þrjár annir. Sérstaða Hringsjár er fólgin í námi sem tekur mið af einstaklingnum. Samhliða kennslu býðst nemanda að nýta sér sérfræðiráðgjöf og í ákveðnum tilvikum er um að ræða einstaklingsmiðaða einkakennslu. Starfið snýst þannig um hjálp til sjálfshjálpar og gefur nemanda verkfæri til sjálfstyrkingar í áframhaldandi námi og starfi. Starfsemi Hringsjár byggir þannig fyrst og fremst á námi og kennslu, ráðgjöf, stuðningi og samvinnu. „Hópurinn var líka svo frábær og hélt vel saman allar annirnar. Við náðum alveg ótrúlega vel saman og það var mjög mikill kærleikur á milli allra, þó að við værum á öllum aldri,“ greinir Dagný frá.

Og hvað núna?

Dagný stundar nú nám í Félagsráðgjöf í Háskóla Ísland. „Mig langar að gefa til baka og hjálpa öðrum í svipaðri stöðu og ég var í. Ég get líka sýnt að það er hægt að vinna sig út úr vandamálunum með þrautseigju og jákvæðni.“ Samkvæmt árangursmælingum hefur árangurinn af náminu verið ótrúlegur síðustu tuttugu ár, enda hefur einstaklingum með atvinnutekjur fjölgað úr 4% fyrir nám, í 42% eftir nám hjá Hringsjá. Yfirgnæfandi meirihluta nemenda, eða um 91%, finnst námið nýtast sér mjög vel, eða nokkuð vel. Og yfir 60% vilja hafa námið lengra. „Hringsjá er best geymda leyndarmál á Íslandi og þeir sem lenda þar eru afskaplega heppnir ef þeir nýta sér þetta tækifæri, því það er ómetanlegt,“ bætir Dagný við.

Skráning nemenda fer fram tvisvar á ári og er umsóknarfrestur fyrir haustönn 2017 til 15. maí. Næstu námskeið byrja 17. janúar.

Hringsjá er til húsa að Hátúni 10d, Reykjavík, á horni Kringlumýrarbrautar og Laugavegar. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Hringsjár, hringsja.is, og á Facebook-síðu Hringsjár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum