fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Linda leitar að einstaklingi, fjölskyldu eða málefni til að styrkja

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. september 2018 09:00

Linda og Hekla á Hressleikunum 2017.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hressleikarnir fara fram laugardaginn 3. nóvember, en markmiðið með leikunum er að safna fé til styrktar góðu málefni, og árlega er valin einstaklingur, fjölskylda eða málefni sem þarf á aðstoð nærsamfélagsins að halda.

„Við óskum helst eftir ábendingum um fólk og málefni í Hafnarfirði og nágrenni, en það hefur alltaf endað með að sá sem valinn hefur verið er búsettur í Hafnarfirði,“ segir Linda Björk Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Hress í Hafnarfirði, sem heldur nú Hressleikana í 11. sinn.

Linda Hilmarsdóttir.

„Við höfum alltaf valið yndislegt fólk og hefur þetta hjálpað mikið. Við köllum þetta samt alltaf skyndihjálp, meðan að verst lætur hjá þeim sem styrkinn hlýtur.“

Fram til þessa hafa barnafjölskyldur notið góðs af Hressleikunum. „Þetta er fólk með magnaðar lísreynslusögur að baki, ég veit að þetta hefur komið sér vel og það er svo gaman hvað margir leggja hönd á plóg, þar á meðal okkar fólk.“

Hópurinn sem tók þátt í Hressleikunum 2017.

Fyrsti styrkþeginn sá eini sem ekki hefur mætt á leikana

„Fyrsta árið sem við styrktum þá völdum við að styrkja stúlku undir tvítugu sem hafði misst báða foreldra sína. Hún var að ættleiða yngri bræður sína og eignaðist síðan barn sama dag og leikarnir voru, þannig að hún er sú eina sem við höfum styrkt sem hefur ekki mætt til að taka við styrknum.“

Í fyrra safnaðist yfir þrjár milljónir, á meðan að fyrsta árið var safnað um 400-500 þúsund, þannig að leikarnir hafa vafið upp á sig og verða alltaf vinsælli. Safnað er styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum.

„Hressleikarnir sjálfir eru síðan æfingapartý, sem fólk borgar sig inn á til að taka þátt, og gefur starfsfólkið sína vinnu.“

Starfsfólk Hress sem gefur vinnu sína.

Einnig gefst fólki kostur á að kaupa miða í veglegur happdrætti, þar sem Hress fær fullt af gjöfum og þar er einnig safnað fullt af peningum til að styrkja málefnið.

„Sá sem valinn er þarf að opinbera sig, en fólk er oft í þeirri stöðu að það vill það,“ segir Linda. „Það fylgir því stundum þegar maður lendir í hræðilegum erfiðleikum að maður verður að segja:  „Ég þarf hjálp.“

„Í fyrra styrktum við Steinvöru sem hafði misst manninn sinn, var sjálf greind með banvænt krabbamein og stelpur undir fermingaraldri, þannig að hún gat tekið sér lengra frí frá vinnu en hún hefði getað leyft sér annars, þannig að það var rosalega gaman að geta hjálpað henni.“

Hjónin Jón og Linda, ásamt Steinvöru og dætrum hennar, sem styrktar voru árið 2017.

Hressleikarnir fara eins og áður segir fram 3. nóvember, en Linda tekur við ábendingum fram að mánaðarmótum. „Við reynum að finna einhvern sem ekki hefur verið safnað fyrir áður og ekki verið fjallað um í fjölmiðlum, nema kannski að fjölskylda viðkomandi hafi safnað.“

Ef þú veist um einstakling, fjölskyldu og/eða málefni sem þarf á styrk að halda þá má senda ábendingar á hress@hress.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“