fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Örsögur úr Breiðholtinu: Ljósmyndabók úr póstnúmeri 111 – Made in Breiðholt

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 6. júní 2018 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðholtið og stoltir íbúar þess birtast í öllum sínum fjölbreytileika í nýrri ljósmyndabók frá hinum geðþekka ljósmyndara Spessa.

Myndirnar eru allar úr póstnúmerinu 111 og bera það með sér að hann hefur komist í nálægð við alls konar fólk sem byggir Breiðholtið.

Hér á ferð örsaga kynslóða í hverfi sem á margan hátt er óvenjulegt í borginni.

Eins og hátt virki í borgarlandinu

Efra-Breiðholt stendur hátt og rís eins og virki í borgarlandinu.

Hverfið á sér félagslega og byggingarsögulega fortíð því það var eitt af fyrstu úthverfum borgarinnar, skipulagt og byggt í þeim tilgangi að leysa húsnæðisvanda láglaunafólks á árunum 1965–1980.

Jafnvel þótt síðustu frumbýlingarnir geymi í huga sér stolt fyrstu uppbyggingaráranna, þá hefur póstnúmerið 111 hins vegar orðið í tímans rás tákn um félagslegan aðskilnað hverfisins frá miðju atvinnulífsins og menningarlegri þróun þess.

Tungumálaerfiðleikar og tortryggni

Í ljósmyndum Spessa sjáum við ólíka heima sem mætast og afhjúpa myndirnar þann erfiða dans sem ljósmyndari þarf að stíga til að nálgast viðfangsefni sitt og skapa nánd.

„Við finnum fyrir sársauka, tungumálaerfiðleikum, og tortryggni þeirra sem koma langt að og eiga erfitt með að hleypa ljósmyndaranum inn í líf sitt í eiginlegri og óeiginlegri merkingu,“ segir í fréttatilkynningu frá Forlaginu og áfram er haldið:

„Í öðrum myndum birtist einsemdin: talaðu við mig, horfðu á mig, hjálpaðu mér – á meðan aðrir birtast stoltir, konungar og drottningar í ríki sínu smáu eða stóru. Þannig birtast einstaklingarnir í myndum Spessa í samhengi sem kalla mætti birtingarform sannleikans í þöglu samtali við áhorfanda sem skilur að hér er ekki boðið upp á rými fyrir túlkun heldur blákalt stefnumót við raunveruleikann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Í gær

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar