fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Einkunnir Íslands gegn Katar – Albert bestur

Victor Pálsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Katar í kvöld og náði ekki að vinna sinn fyrsta leik í undir stjórn Erik Hamren.

Um var að ræða vináttuleik sem fór fram í Belgíu en honum lauk með 2-2 jafntefli.

Frammistaðan var undir pari hjá íslenska liðinu í kvöld sem átti í erfiðleikum með að fóta sig í leiknum.

Hér má sjá einkunnirnar úr jafnteflinu.

Rúnar Alex Rúnarsson 5
Það var ekki brjálað að gera hjá Rúnari í markinu en hann hefði mátt gera betur í fyrra marki Katar.

Kári Árnason 6
Ekkert að hans frammistöðu í kvöld. Þurfti þó að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik.

Sverrir Ingi Ingason 6
Eins og Kári átti Sverrir fínan leik.

Hörður Björgvin Magnússon 5
Betri frammistaða hjá Herði í kvöld en gegn Belgum. Maður einhvern veginn býst þó alltaf við meiru af honum.

Arnór Ingvi Traustason 5
Var lítið í boltanum og virkaði nokkuð týndur.

Eggert Gunnþór Jónsson 5
Var að spila sinn fyrsta landsleik frá árinu 2012. Ekki of áberandi í kvöld.

Ari Freyr Skúlason 7
Við gefum Ara fyrra mark Íslands þó það hafi líklega verið sjálfsmark. Var líflegur í kvöld.

Rúrik Gíslason 7
Kom með nokkrar góðar rispur og var einn af þeim sem reyndi mest.

Albert Guðmundsson 8
Besti leikmaður Íslands í kvöld. Býr yfir gríðarlegum hæfileikum og á eftir að ná langt.

Kolbeinn Sigþórsson 5
Skoraði mark úr víti en var annars ekki mjög ógnandi.

Arnór Sigurðsson 6
Ágætt hjá Arnóri sem er að stimpla sig inn í landsliðið.

Varamenn:

Hjörtur Hermannsson 6
Kom óvænt inn í fyrri hálfleik eftir meiðsli Kára. Stóð fyrir sínu.

Andri Rúnar Bjarnason 5
Komst ekki í takt við leikinn.

Guðlaugur Victor Pálsson 5
Eins og Andri þá tók maður ekki mikið eftir Guðlaugi eftir innkomuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur