fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
433Sport

Hörður ræðir erfiða tíma hjá FH – ,,Óli Jó gaf skít í þessa pabba-pólitík“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Hörður Magnússon knattspyrnulýsandi og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu.

Hörður fer yfir tíma sinn sem ungur leikmaður í FH en hann þurfit að glíma við ýmislegt á ferlinum.

Hörður var alltaf efnilegur leikmaður í yngri flokkum og vissi það sjálfur að hann væri með hæfileika.

,,Í fimmta flokki komumst við í úrslitakeppni og lendum í þriðja sæti. Ég fann það alveg að ég hafði alltaf rosalega trú á sjálfum mér,“ sagði Hörður.

,,Það er eiginlega bara þá. Meira að segja í sjötta flokki þá spilaði ég aftast en er samt markahæstur. Ég færði mig alltaf framar og framar.“

,,Upp alla yngri flokka þá skoraði ég ansi grimmt. Í lok 1983 þá spilaði ég minn fyrsta meistaraflokksleik, ég kem inná á Vopnafirði gegn Einherja í 2.deildinni.“

,,Ég kem svo inná þarna í tveimur leikjum og skora og þá um mitt sumar var ég byrjaður að æfa með meistaraflokknum. Svo 1984 þá æfi ég bara með þeim. Þegar Ingibjörn Albertsson er með liðið.“

,,Þá var ég að banka á dyrnar þegar FH fór upp. Maður hefði viljað fá almennilegt tækifæri fyrr, ég held að ég hafi sýnt það í framhaldinu að það hafi verið mistök að setja ekki kallinn strax!“

Ólafur Jóhannesson var svo maðurinn sem gaf Herði alvöru tækifæri en stefna liðsins breyttist eftir komu hans.

,,Ég skora þrennu 19 ára og svo í þar næsta leik er ég kominn á bekkinn aftur. Það er ekki fyrr en Óli Jó tekur 1987, FH liðið fellur þá. Viðar Halldórs og Þórir Jónsson taka við knattspyrnudeildinni og Óli Jó kemur inn ásamt Helga Ragg.“

,,Þessi pabba-pólitík sem hafði þrifist í félaginu, Óli gaf skít í hana. Hann ákvað að gefa mér tækifæri og ég fann það strax á undirbúningstímabilinu að þó ég hafi átt slakan leik þá var ég ekki tekinn úr liðinu.“

,,Það tímabil 1988 þegar við förum upp þá setjum við stigamet og erum með mjög skemmtilegt lið sem hjálpar okkur 1989.“

,,Ég hætti 1987 í tvær eða þrjár vikur. Þjálfarinn sem var þá, Ian Flemming, skoskur harðjaxl, hann hafði enga sérstaka trú á mér þó að við höfum unnið saman í byggingarvinnu um sumarið og vorum miklir vinir.“

,,Ég lenti í því að vera ekki í hóp og liðið var í þvílíku ströggli. Ég var alveg að gefast upp þá og liðið fellur. Það var líklega best fyrir mig, þó að ég hafi ekki hugsað það þá en þegar ég hugsa til baka.“

,,Ég er 22 ára gamall þegar ég er orðinn fastamaður, svo 23 ára fastamaður í efstu deild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Enginn hefur fengið borgað síðan í ágúst – Aðeins sjö mættu til leiks í ótrúlegu tapi

Enginn hefur fengið borgað síðan í ágúst – Aðeins sjö mættu til leiks í ótrúlegu tapi
433Sport
Í gær

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ gagnrýnir Söru Björk: ,,Helst var það óhróður gagnvart Geir“

Fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ gagnrýnir Söru Björk: ,,Helst var það óhróður gagnvart Geir“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“