fbpx
Þriðjudagur 27.janúar 2026
Pressan

Fór í mál eftir að hafa ekki verið boðið í jólateitið í vinnunni

Pressan
Þriðjudaginn 27. janúar 2026 19:30

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem er vistfræðingur og glímir við víðáttufælni hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún höfðaði mál á hendur vinnuveitanda sínum fyrir mismunun á grundvelli fötlunar en henni var ekki boðið í jólateiti vinnustaðarins.

Daily Mail fjallar um málið. Konan heitir Shelby Caughman og er skosk. Hún er á fertugsaldri og starfaði hjá fyrirtæki sem heitir Echoes Ecology. Þegar jólateitið fór fram var Caughman í veikindaleyfi en hún glímir eins og áður segir við víðáttufælni og á því erfitt með að fara að heiman og með að vera í miklum mannfjölda en átta manns mættu í teitið. Vinnufélagar hennar ákváðu að bjóða henni ekki þar sem þeir töldu að það myndi valda henni enn meiri erfiðleikum en hún hafi sagt að það væri of yfirþyrmandi fyrir hana að veita í vinnuna.

Caughman starfaði sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu en auk víðáttufælninnar glímir hún við ofvirkni og athyglisbrest, einhverfu og áfallastreituröskun. Hún fór í veikindaleyfið sumarið 2024 eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu síðan vorið 2023 og hætti loks í febrúar 2025 og því hefur umrætt teiti átt sér stað í desember 2024. Áður en hún fór í veikindaleyfið hafði hún kvartað yfir að ekki væri tekið nægt tillit til aðstæðna hennar og fötlunar á vinnustaðnum.

Dómstóll tók undir með Caughman að um mismunun hefði verið að ræða en sagði viðbrögðin réttlætanleg miðað við hvernig hún hefði lýst andlegri heilsu sinni á þeim tíma. Fyrirtækið hafi viljað hlífa henni við frekari vanlíðan en það hafi ranglega talið að Caughman vildi ekki mæta. Var vísað í því skyni til skýrslu þar sem kom m.a. fram að Caughman vildi sleppa alfarið við samkomur á vinnustaðnum en hún segir það rangt hún hafi eingöngu viljað hafa val um það. Hvað tekur við hjá henni er óljóst en hún situr nú í stjórn fyrirtækis í eigu móður hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Forstjóri tæknifyrirtækis handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin

Forstjóri tæknifyrirtækis handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin
Pressan
Í gær

Meira að segja hægrimönnum misboðið eftir að ICE skaut mann til bana um helgina – „Hvernig hefðum við brugðist við?“

Meira að segja hægrimönnum misboðið eftir að ICE skaut mann til bana um helgina – „Hvernig hefðum við brugðist við?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Glæpakvendi afhjúpað? – Grunuð um að eitra fyrir þremur börnum sínum á þakkargjörðardeginum

Glæpakvendi afhjúpað? – Grunuð um að eitra fyrir þremur börnum sínum á þakkargjörðardeginum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum Harvard-doktor telur sig hafa fundið staðsetningu guðs í alheiminum

Fyrrum Harvard-doktor telur sig hafa fundið staðsetningu guðs í alheiminum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birti ógnvekjandi myndband af afskiptum ICE – „Við munum koma aftur og ná allri fjölskyldunni þinni“ 

Birti ógnvekjandi myndband af afskiptum ICE – „Við munum koma aftur og ná allri fjölskyldunni þinni“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni

Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mafíósi segist sannfærður um að Marilyn Monroe hafi verið myrt því hún ætlaði að afhjúpa valdamikla menn

Mafíósi segist sannfærður um að Marilyn Monroe hafi verið myrt því hún ætlaði að afhjúpa valdamikla menn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljarðamæringar komnir með nóg og neita að þegja – „Skattleggið okkur. Skattleggið þá ofurríku“

Milljarðamæringar komnir með nóg og neita að þegja – „Skattleggið okkur. Skattleggið þá ofurríku“