fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Ótrúlegt klúður lögreglu og tvær fjölskyldur í sárum

Pressan
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mistök urðu til þess að lögregla á Englandi sagði foreldrum 17 ára drengs að hann hefði látist í bílslysi skömmu fyrir jól, en öðrum foreldrum að 18 ára sonur þeirra hefði slasast lífshættulega.

Sannleikurinn var hins vegar sá að hinn eldri, Joshua Johnson, lést í slysinu, en sá yngri, Trevor Wynn, slasaðist alvarlega. Afleiðingin var sú að fjölskylda hins yngri syrgði hann í þrjár vikur, þrátt fyrir að hann væri á lífi á sjúkrahúsi allan tímann.

Á sama tíma eyddi fjölskylda hins eldri jólunum í þeirri trú að honum væri haldið sofandi á sjúkrahúsi, aðeins til að fá síðar þær hörmulegu fréttir að hann hefði í raun látist í slysinu.

Daily Mail fjallar um þetta óvenjulega mál og segir að mistökin hafi ekki uppgötvast fyrr en Trevor vaknaði úr dáinu þann 4. janúar síðastliðinn og sagðist heita Trevor, en ekki Joshua.

Heimildir miðilsins herma að mikil og alvarleg meiðsl Trevors hafi orðið til þess að enginn áttaði sig á mistökunum fyrr en hann vaknaði. Þá eru Joshua og Trevor sagðir nokkuð líkir í útliti.

Í umfjöllun Daily Mail segir að fjölskylda Trevors hafði verið að undirbúa útför hans síðar í þessari viku. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu er nú sögð rannsaka málið og hvernig mistökin urðu. Slysið varð skammt frá Rotherham á Englandi þann 13. desember síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Göng milli Evrópu og Afríku aftur komin á teikniborðið

Göng milli Evrópu og Afríku aftur komin á teikniborðið