
Læknanemi í Bronx-hverfinu í New York hefur verið ákærður fyrir manndrápstilraun vegna atviks sem átti sér stað á nýársnótt.
Hinn 72 ára gamli stóð þá á brautarpalli lestarstöðvar í Bronx þegar maður sem hann þekkti ekki veittist að honum og hrinti honum á lest sem var að stöðvast. Maðurinn fékk höfuðáverka er hann féll af lestinni og niður á brautarpallinn. Missti hann meðvitund en er nú á batavegi á sjúkrahúsi. Hann var á heimleið er hann varð fyrir árásinni en man sjálfur ekki hvað gerðist.
Sá sem grunaður er um árásina, sem virðist hafa verið gjörsamlega tilefnislaus, heiti Anton Aleshin, 29 ára gamall læknastúdent. Aleshin er frá Rússlandi og talið er að hann hafi starfað þar sem læknir. Hann er hins vegar í læknanámi í New York.
Aleshin neitaði sök er hann kom fyrir dómara. Hann situr í gæsluvarðhaldi og getur ekki fengið sig lausan gegn tryggingu þar sem talin er hætta á að hann gæti flúið til Rússlands. Enginn framsalssamningur er milli Rússlands og Bandaríkjanna.
Sjá nánar um málið hér.