fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Pressan

Föttuðu hálfri öld seinna að mamman hafði bjargað gersemi frá glötun

Pressan
Sunnudaginn 7. september 2025 21:30

Árásin á Pearl Harbor 7. desember 1941. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda áratug síðustu aldar var kona að nafni Oretta Kanady við vinnu sína á herstöð bandaríska flughersins í San Bernardino í Kaliforníu. Þá tók hún skyndilega eftir gamalli skráningarbók (e. logbook) í ruslatunnu. Hún spurði yfirmenn sína hvort hún mætti eiga hana. Sjálfsagt mál var svarið. Kanady tók hana með sér heim og gaf syni sínum, sem þá var á táningsaldri, bókina. Það var þó ekki fyrr en nýlega að sonurinn og unnusta hans fóru að skoða bókina almennilega og upp úr krafsinu kom að um sögulega gersemi var að ræða. Þarna var á ferðinni hin opinbera skráningarbók herstöðvarinnar í Pearl Harbor á Hawaii frá þeim tíma sem ráðist var á herstöðina en það hafði eins og kunnugt er þær afleiðingar að Bandaríkin hófu með beinum hætti þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni.

Fjallað er um málið í tímariti Smithsonian-stofnunarinnar. Sonurinn heitir Michael William Bonds. Hann er nú á sjötugsaldri og þegar hann loksins, eftir að hafa verið með skráningarbókina í sínum fórum í rúmlega hálfa öld, áttaði sig á hvaðan hún kom var hún afhent Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna.

Í bókina eru skráðar meðal annars upplýsingar um daginn sem árásin á Pearl Harbor var gerð, 7. desember 1941. En bókin nær yfir tímabilið mars 1941 til júní 1942.

Fyrst að fatta

Það var þó raunar unnusta Bonds, Tracylyn Sharrit, sem áttaði sig fyrst á að eitthvað sérstakt væri við bókina. Þau voru í sameiningu að flytja eigur hans inn á heimili hennar þegar hún tók bókina upp úr kassa og tók eftir að hver blaðsíða var merkt Pearl Harbor.

Í bókina var skráður loftþrýstingur, hitastig, sjávarhiti, vindátt og vindstyrkur á hverjum degi. Sömuleiðis var gerð veðurathugun og hún skráð á fjögurra klukkustunda fresti. Koma og brottför skipa á herstöðina dag hvern var einnig skráð. Síðan var sérstakur reitur fyrir athugasemdir. Þann 7. desember 1941 var skráð í reitinn að klukkan 7:55 að morgni hefðu Japanir gert árás á herstöðina og önnur hernaðarmannvirki á eyjunni Oahu, þar sem herstöðin er en eyjan er hluti af Hawaii eyjaklasanum. Meira var það ekki en Sharrit var forviða.

Peningar

Parið lét verðmeta bókina og taldi sérfræðingur að líklega væri hún virði hundruð þúsunda dollara en hann áttaði sig á því að líklega væri bókin enn eign bandaríska ríkisins. Hann hafði samband við Þjóðskjalasafnið sem sendi starfsmann heim til parsins til að sækja bókina og afhenti þeim tvo boli merkta safninu í þakkarskyni.

Safnið segir heimildagildi bókarinnar ómetanlegt og myndir af síðu bókarinnar eru aðgengilegar á heimasíðu þess. Það þakkar parinu kærlega fyrir að hafa bjargað bókinni svo hægt væri að koma henni fyrir sjónir almennings. Mörg skjöl bandaríska hersins frá árum seinni heimstyrjaldarinnar hafa verið gerð opinber á síðustu árum og gagnast mjög vel fræðimönnum sem rannsaka þennan tíma.

Bonds er þó svekktur yfir því að hafa ekki fengið neina greiðslu og bendir á að hefði móðir hans ekki tekið bókina upp úr ruslinu hefði hún glatast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Starfaði sem ritari hjá sama fyrirtækinu í 67 ár – Sagði engum frá leyndarmáli sínu

Starfaði sem ritari hjá sama fyrirtækinu í 67 ár – Sagði engum frá leyndarmáli sínu
Pressan
Fyrir 1 viku

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara