fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Pressan

Hellti úr skálum reiði sinnar áður en hann var tekinn af lífi – „Ég drap hana ekki“

Pressan
Föstudaginn 23. maí 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oscar Franklin Smith, elsti fanginn á dauðadeild í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi í gærmorgun fyrir morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og tveimur unglingssonum hennar.

Judie Smith og synir hennar, Jason og Chad Burnett, voru stungin og skotin til bana á heimili sínu í Tennessee að kvöldi 1. október 1989.

Oscar, sem var 75 ára, hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og hann gerði það áfram þegar hann fékk að ávarpa viðstadda áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í líkama hans í Riverbend-öryggisfangelsinu í Nashville.

Hann sagði að bandaríska dómskerfið væri brotið og lét hann nokkur vel valin orð falla í garð Bill Lee, ríkisstjóra Tennessee, sem hann sagði hafa lokaorðið um það hvort fangar fái að lifa eða deyja.

„Hann er fjandans kjáni ef hann heldur að það sé ekki saklausir menn í Riverbend sem bíða eftir því að deyja. Ég er ekki sá fyrst og ég verð heldur ekki sá síðasti,“ sagði hann. Áður en hann sofnaði svefninum langa heyrðist hann síðan segja: „Ég drapa hana ekki.“

Oscar og Judith voru að ganga í gegnum skilnað þegar hún og synir hennar voru myrtir. Þau áttu saman þriggja ára tvíbura og voru í forræðisdeilu vegna þeirra.

Áður en að þessu kom hafði Judith kært Oscar fyrir heimilisofbeldi og í réttarhöldunum lýstu tveir samstarfsfélagar hans því að hann hefði beðið þá um að drepa Judith. Hann ætti sögu um hótanir og ofbeldi gegn henni og drengjunum. Þá hafði hann hótað því að gera drengjunum mein þar sem hann leit svo á að Judie kæmi betur fram við þá en börnin sem þau áttu saman.

Saksóknarar voru alla tíð mjög vissir í sinni sök og bentu meðal annars á að Oscar hefði keypt líftryggingu fyrir þau þrjú áður en þau voru myrt. Þá var spiluð upptaka úr símtali Chads við neyðarlínuna þar sem hann heyrist öskra: „Nei, Frank!“ Franklin er millinafn Oscars og mun hann hafa notað það mjög reglulega.

Oscar var dæmdur til dauða árið 1990 en aftökunni var ítrekað frestað, fyst vegna Covid-faraldursins og síðan vegna óvissu um lyfjablönduna sem notuð hefur verið við aftökur í ríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heilbrigðisráðherrann tók barnabörnin með í sund í mengaðri á

Heilbrigðisráðherrann tók barnabörnin með í sund í mengaðri á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi 13 árum eftir skelfilegt morð á 76 ára konu

Tekinn af lífi 13 árum eftir skelfilegt morð á 76 ára konu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ekki hann!“ – Fjölskylda í áfalli eftir útför ástvinar

„Þetta er ekki hann!“ – Fjölskylda í áfalli eftir útför ástvinar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sprenging við frjósemisstöð var hryðjuverk – Einn lést

Sprenging við frjósemisstöð var hryðjuverk – Einn lést