fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Pressan

Bandaríkin gætu misst milljarða dollara tekjur af ferðamönnum

Pressan
Þriðjudaginn 20. maí 2025 06:30

Frá New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri greiningu, þá gætu Bandaríkin misst 12,5 milljarða dollara, sem svarar til 1.660 milljarða króna, tekjur af ferðamönnum á árinu.

Það voru Oxford Economics og The World Travel & Tourism Council sem gerðu greininguna.

Í henni kemur fram að reiknað er með að tekjur Bandaríkjanna af ferðamönnum verði 169 milljarðar dollara á árinu en á síðasta ári voru þær 181 milljarður.

Julia Simpson, forseti The World Travel & Tourism Council, bendir á að stuðningur bandarísku ríkisstjórnarinnar sé nauðsynlegur til að ferðamannaiðnaðurinn geti haldið áfram að vaxa.

Fyrr á árinu skýrðu margir fjölmiðlar frá því að komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna hafi fækkað mikið það sem af er ári og er sú fækkun að stórum hluta rakin til embættistöku Donald Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hún skellti sér í sturtu og skildi börnin tvö eftir eftirlitslaus – Hefði betur sleppt því

Hún skellti sér í sturtu og skildi börnin tvö eftir eftirlitslaus – Hefði betur sleppt því
Pressan
Í gær

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur enduðu með ósköpum – „Þú og fjölskylda þín hafið tvær vikur til að flytja“

Nágrannaerjur enduðu með ósköpum – „Þú og fjölskylda þín hafið tvær vikur til að flytja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna