fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Pressan

Trump sagður vilja flytja eina milljón Palestínumanna til Líbíu

Pressan
Mánudaginn 19. maí 2025 08:00

Frá Gasa. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld eru nú að ræða við ríkisstjórn Líbíu um að að flytja allt að eina milljón Palestínumanna frá Gasa til Líbíu.

NBC News hefur þetta eftir fimm ónafngreindum heimildarmönnum. Fram kemur að stjórn Donald Trump sé komin svo langt í þessari vinnu sinni að byrjað sé að ræða við líbísku ríkisstjórnina.

Ef Líbíumenn taka við Palestínumönnunum, fá þeir aðgang að milljörðum Bandaríkjadala, sem þeir eiga en hafa verið frystir í Bandaríkjunum í rúmlega 10 ár.

Heimildarmennirnir lögðu áherslu á það við NBC News að endanleg ákvörðun um þetta hafi ekki enn verið tekin.

Trump hefur ítrekað látið í ljós ósk um að taka Gasa yfir og breyta þessu sundursprengda svæði Palestínumanna í ferðamannaparadís.

Í febrúar sagði hann að flytja þurfi tvær milljónir Palestínumanna frá Gasa til Jórdaníu og Egyptalands. Að því loknu eigi að enduruppbyggja Gasa og breyta í „rívíeru Miðausturlanda“.

Í tengslum við þessar hugmyndir sínar, hefur Trump nefnt að Bandaríkin gætu tekið yfir stjórn Gasa.

Hann hefur einnig gefið í skyn að Palestínumennirnir fái ekki að snúa aftur heim.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er ánægður með tillögur Trump varðandi framtíð Gasa.

Hryðjuverkasamtökin Hamas, sem fara með völdin á Gasa, eru hins vegar ekki ánægð með tillögur Trump og segja Gasa ekki til sölu.

Bandarískir fjölmiðlar hafa áður skýrt frá því að stjórn Trump hafi sett sig í samband við Súdan og Sómalíu til að reyna að fá löndin til að taka við Palestínumönnum frá Gasa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Er þögn góð fyrir þig?

Er þögn góð fyrir þig?
Pressan
Í gær

Sat líka í sæti 11A og lifði af flugslys þar sem yfir 100 fórust

Sat líka í sæti 11A og lifði af flugslys þar sem yfir 100 fórust
Pressan
Í gær

Dóttir Ásu og Rex skipti um skoðun áður en heimildarþættirnir fóru í loftið – Þessu trúir hún í dag í ljósi staðreynda málsins

Dóttir Ásu og Rex skipti um skoðun áður en heimildarþættirnir fóru í loftið – Þessu trúir hún í dag í ljósi staðreynda málsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinsælasti meinti morðinginn í dag deilir 27 hlutum sem hann er þakklátur fyrir

Vinsælasti meinti morðinginn í dag deilir 27 hlutum sem hann er þakklátur fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Henni var rænt og haldið fanginni í trékassa í 7 ár – Hvað varð um „Stúlkuna í kassanum“?

Henni var rænt og haldið fanginni í trékassa í 7 ár – Hvað varð um „Stúlkuna í kassanum“?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi starfsmaður DOGE opnar sig um reynslu sína og hvers vegna hann var rekinn

Fyrrverandi starfsmaður DOGE opnar sig um reynslu sína og hvers vegna hann var rekinn