fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Pressan

Börnin eftirlitslaus meðan mæðurnar drukku á nálægum bar – Búkmyndavél lögreglu sýnir lygi mæðranna

Pressan
Föstudaginn 23. maí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær mæður í Arizona í Bandaríkjunum eiga yfir höfði sér margvíslegar ákærur eftir að hafa skilið fjögur ung börn sín eftir ein í bíl. Mæðurnar brugðu sér á nærliggjandi bar til að drekka.

Lögreglan í Glendale birti upptökur úr búkmyndavél á fimmtudaginn, en atvikið hafi sér stað 8. mars í Westgate skemmtihverfinu, samkvæmt tilkynningu frá Glendale lögreglunni.

Þann 8. mars, um 23:00, hringdu nokkur vitni í lögregluna eftir að þau sáu lítið barn hlaupa um bílastæði. Vitnin litu í kringum sig og fundu þrjú börn til viðbótar þar sem þau sátu í nálægri bifreið. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndi hún að ræða við börnin og leitaði í fyrirtækjum í nágrenninu til að reyna að finna foreldrana. 40 mínútum síðar gengu tvær konur inn á bílastæðið og sögðu lögreglumönnunum að þær væru mæður barnanna.

Þegar mæðgurnar mættu hélt önnur þeirra því fram að hún hefði brugðið sér frá til að nota salerni. Báðar mæðurnar sögðu lögreglunni að þær hefðu skroppið frá í 10-15 mínútur.

„Þetta er lygi,“ má heyra lögreglumanninn segja þeim í búkmyndavélinni. „Við höfum verið með þessum börnum í meira en 45 mínútur hérna.“

Lögreglan segir að mæðgurnar hafi lyktað af áfengi og drafað í tali. Þær hafi báðar viðurkennt að hafa setið að drykkju á nálægum bar. Lögreglumenn fundu einnig poka af marijúana í hanskahólfinu, á stað sem börnin hefðu getað komist í efnið.
Að sögn lögreglunnar í Glendale eru tvö barnanna aðeins þriggja eða fjögurra ára og tvö yngri börn voru spennt í bílstólum.

Mæðurnar voru handteknar og börnin flutt á sjúkrahús til skoðunar.

„Við erum þakklát miskunnsömum samverjum sem tóku sig til og brugðust við með hárréttum hætti,“ sagði lögreglan í Glendale í yfirlýsingu. „Þetta atvik er góð áminning um að það að skilja börn eftir ein, meðan foreldrar eru undir áhrifum, er ekki bara ábyrgðarlaust, það er ólöglegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Tölfræðin sýnir að þessar 10 bílategundir endast lengur en 500.000 kílómetra

Tölfræðin sýnir að þessar 10 bílategundir endast lengur en 500.000 kílómetra
Pressan
Í gær

Hefja vinnu við uppgröft og vonast til að bera kennsl á lík allt að 800 barna

Hefja vinnu við uppgröft og vonast til að bera kennsl á lík allt að 800 barna
Pressan
Í gær

Harmleikur í Airbnb-íbúð – „Þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi“

Harmleikur í Airbnb-íbúð – „Þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“
Pressan
Fyrir 2 dögum
Geta konur ratað?