fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Pressan

Hrottalegt morð í Noregi – Líkið brennt

Pressan
Föstudaginn 23. maí 2025 06:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún segir að gegn vilja hennar hafi hún orðið vitni að því þegar þrjár óþekktar manneskjur myrtu Ole Andreas Sønstved, sem var 37 ára, í janúar á síðasta ári. Lögreglan heldur því hins vegar fram að konan hafi myrt Ole.

TV2 segir að tilkynnt hafi verið um hvarf Ole þann 12. janúar á síðasta ári eftir að ættingjar hans höfðu ekki heyrt frá honum dögum saman eða síðan síðdegis á gamlársdag.

Tveimur vikum síðar fann lögreglan brunnar líkamsleifar í tjaldi við sveitabæ í Løten. Rannsókn leiddi í ljós að þetta voru líkamsleifar Ole.

Eigandi býlisins, 43 ára kona, var handtekin samdægurs, grunuð um morð eða aðild að morði. Dagbladet segir að þegar ákæra var gefin út á hendur henni, hafi verið fallið frá ákæru fyrir aðild að morði og konan ákærð fyrir morð og ósæmilega meðferð á líki.

VG segir að konan sé ákærð fyrir að hafa orðið Ole að bana með því að lemja hann í höfuðið með öxi um klukkan 21.50 á gamlárskvöld 2023. Síðan er hún sögð hafa hlutað líkið í sundur og kastað líkamshlutunum á bál.

Konan hefur alla tíð neitað sök og haldið því að hún hafi gegn vilja sínum orðið vitni að því þegar þrjár manneskjur myrtu Ole.

Ekki hefur verið skýrt frá hvað rak konuna til að myrða Ole, ef hún þá gerði það, en norskir fjölmiðlar segja að þau hafi eitt sinn verið kærustupar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða
Pressan
Í gær

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var með verk í nefinu árum saman – Læknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir fundu orsökina

Var með verk í nefinu árum saman – Læknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir fundu orsökina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sefur þú betur þegar það er heitt

Svona sefur þú betur þegar það er heitt