fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Pressan

Heilbrigðisráðherrann tók barnabörnin með í sund í mengaðri á

Pressan
Fimmtudaginn 22. maí 2025 03:15

Kennedy að baða sig í mengaðri ánni. Mynd:Robert F. Kennedy Jr./X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er þekktur andstæðingur bóluefna, hefur losað sig við dauðan björn í Central Park, ekið með hvalshöfuð á toppnum á bílnum sínum, verið með dautt sníkjudýr í heilanum og nú er hann heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna.

Þetta er Robert F. Kennedy Jr. Hann komst enn einu sinni í kastljós fjölmiðla í síðustu viku þegar hann fór með barnabörnin sín í sund í ánni Rock Creek Park í Washington D.C. Hann skýrði sjálfur frá sundferðinni í færslu á X og birti myndir af henni.

Áin er menguð vegna frárennslis úr holræsakerfum og því er bannað af heilbrigðisástæðum að baða sig í ánni og þeim ám sem renna í og úr henni.

Hann virðist hafa skemmt sér vel. Mynd:Robert F. Kennedy Jr./X

 

 

 

 

 

Bannið er meira að segja svo víðtækt að það má ekki vaða í ánni né láta gæludýr svo mikið sem snerta vatnið.

Þjóðgarðsyfirvöld hafa sett upp skilti víð ána, til að vekja athygli á þessu og á heimasíðunni segir að mikið magn baktería sé í ánni sem og smitandi sýklar og því sé hættulegt fyrir fólk að snerta vatnið.

En heilbrigðisráðherrann lét þetta ekki stöðva sig og á myndum sést hann fara í kaf í vatninu á meðan barnabörnin leika sér við hlið hans.

Hann hikaði ekki við að fara í kaf. Mynd:Robert F. Kennedy Jr./X

 

 

 

 

 

Árlega renna rúmlega 150 milljónir lítra af klóakvatni og öðru menguðu vatni út í Rock Creek. Bann við að synda í ánni hefur verið í gildi í rúmlega hálfa öld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Tölfræðin sýnir að þessar 10 bílategundir endast lengur en 500.000 kílómetra

Tölfræðin sýnir að þessar 10 bílategundir endast lengur en 500.000 kílómetra
Pressan
Í gær

Hefja vinnu við uppgröft og vonast til að bera kennsl á lík allt að 800 barna

Hefja vinnu við uppgröft og vonast til að bera kennsl á lík allt að 800 barna
Pressan
Í gær

Harmleikur í Airbnb-íbúð – „Þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi“

Harmleikur í Airbnb-íbúð – „Þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“
Pressan
Fyrir 2 dögum
Geta konur ratað?