fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Pressan

Skelfilegar upplýsingar – Þeir deyja í hrönnum

Pressan
Föstudaginn 23. maí 2025 22:00

Frá Sádi-Arabíu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar HM í knattspyrnu hefst í Sádi-Arabíu 2034 verður væntanlega ekkert til sparað og olíupeningunum eytt í eitt og annað til að gera mótið sem glæsilegast. En ætla má að þegar þar að kemur hafi fjöldi farandverkamanna látist í tengslum við byggingaframkvæmdir tengdar mótinu.

Nú þegar hefur einn farandverkamaður látið lífið í tengslum við framkvæmdirnar. Þetta kemur fram í tveimur nýjum skýrslum frá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch og FairSquare.

Skýrslunar byggjast á umfangsmiklum rannsóknum á um 50 vinnuslysum, þar sem fólk lést, í Sádi-Arabíu. Einnig voru tekin viðtöl við fjölskyldur 31 farandverkamanns.

„Þetta er rosalega hættulegt vinnuumhverfi. Af hverju er það ekki stór og alvarlegur rauður fáni fyrir FIFA?“ sagði Michael Page, forstjóri Human Rights Watch í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, á fréttamannafundi í síðustu viku. Ekstra Bladet skýrir frá þessu.

Samtökin segja að farandverkamenn hafi meðal annars látist af völdum rafstuðs, hrapað til bana eða lent undir þungum vélum. Samtökin segja einnig að farandverkamennirnir fái enga vernd gegn því að vinna í öfgahitum og hafi margir orðið fyrir nýrnabilun vegna þess og aðrir hafi látist.

Fjölskyldur hinna látnu fá engar bætur því sádi-arabísk yfirvöld hafi fundið glufu í löggjöfinni og geti þannig komist hjá því að greiða bætur.

Sum dauðsföllin eru þess utan skráð sem „af náttúrulegum orsökum“ en engar bætur eru greiddar vegna slíkra dauðsfalla.

The Guardian skýrði frá því í mars að pakistanski farandverkamaðurinn Muhammad Arshad hafi fallið niður af þaki og látist. Hann var að vinna við byggingu tengda HM 2034.

Skemmst er að minnast þess að rúmlega 6.500 farandverkamenn létust við undirbúning HM í Katar 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Tölfræðin sýnir að þessar 10 bílategundir endast lengur en 500.000 kílómetra

Tölfræðin sýnir að þessar 10 bílategundir endast lengur en 500.000 kílómetra
Pressan
Í gær

Hefja vinnu við uppgröft og vonast til að bera kennsl á lík allt að 800 barna

Hefja vinnu við uppgröft og vonast til að bera kennsl á lík allt að 800 barna
Pressan
Í gær

Harmleikur í Airbnb-íbúð – „Þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi“

Harmleikur í Airbnb-íbúð – „Þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“
Pressan
Fyrir 2 dögum
Geta konur ratað?