fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Pressan

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað

Pressan
Miðvikudaginn 21. maí 2025 09:51

Angkor Wat

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír létust og nokkrir til viðbótar slösuðust þegar þeir urðu fyrir eldingu á einum þekktasta ferðamannastað Asíu á föstudag.

Fólkið var að skoða Angkor Wat-musterið í Kambódíu þegar mikið eldingaveður gekk yfir svæðið. Í frétt AP kemur fram að myndbönd á samfélagsmiðlum hafi meðal annars sýnt sjúkrabíla á svæðinu og slasað fólk.

Hout Hak, ráðherra ferðamála í Kambódíu, sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann hvatti fólk til að fjarlægja umrædd myndbönd af samfélagsmiðlum þar sem þau gætu haft skaðleg áhrif á ferðamannaiðnað landsins.

Yfirvöld hafa ekki gefið neinar upplýsingar um málið en hátt settur opinber fulltrúi, sem vildi ekki láta nafns síns getið, staðfesti við AP að þrír hefðu látist og allir væru frá Kambódíu.

Angkor Wat nýtur mikilla vinsælda meðal þeirra sem heimsækja Kambódíu en svæðið nýtur verndar UNESCO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hún skellti sér í sturtu og skildi börnin tvö eftir eftirlitslaus – Hefði betur sleppt því

Hún skellti sér í sturtu og skildi börnin tvö eftir eftirlitslaus – Hefði betur sleppt því
Pressan
Í gær

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur enduðu með ósköpum – „Þú og fjölskylda þín hafið tvær vikur til að flytja“

Nágrannaerjur enduðu með ósköpum – „Þú og fjölskylda þín hafið tvær vikur til að flytja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna