fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Gríðarlegur eggjaskortur í Bandaríkjunum – Hrinda milljarðaáætlun úr vör

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 08:30

Egg eru holl og góð og rándýr í Bandaríkjunum þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið, USDA, hefur hrundið nýrri áætlun úr vör til að mæta gríðarlegum eggjaskorti í landinu. Áætlunin hefur verið kölluð „milljarðs dollara áætlunin“.

Ástæðan fyrir hinum mikla eggjaskorti í Bandaríkjunum er fuglaflensan skæða. Til að halda smitinu niðri eru fuglar aflífaðir í stórum stíl þar sem veiran finnst. Fram að þessu hafa rúmlega 160 milljónir varphænsna verið aflífaðar, þar af 30 milljónir það sem af er þessu ári.

Þetta hefur haft miklar verðhækkanir í för með sér og er meðalverðið á 12 eggjum nú sem svarar til um 720 íslenskum krónum að sögn Al Jazeera.

Það er þetta hækkandi verð sem veldur því að landbúnaðarráðuneytið grípur nú til aðgerða. Ráðuneytið mun verja einum milljarði dollara í verkefnið. 500 milljónir fara í forvarnaraðgerðir, 100 milljónir í rannsóknir og þróun á bóluefnum og 400 í beinan fjárstuðning við hænsnabændur. BBC skýrir frá þessu.

Bandaríkin eru venjulega sjálfum sér næg hvað varðar eggjaframleiðslu en nú þarf að leita til útlanda til að fá egg. Til dæmis á að kaupa 420 milljónir eggja í Tyrklandi á þessu ári. Þetta eru sex sinnum fleiri egg en Bandaríkin keyptu frá Tyrklandi á síðasta ári.

En þessar 420 milljónir eggja eru aðeins dropi í hafið því að á síðasta ári voru 109 milljarðar eggja framleiddar í Bandaríkjunum á fyrstu 11 mánuðum ársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda