fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Hvaða gagn er af engiferi?

Pressan
Sunnudaginn 23. mars 2025 07:30

Engiferskot þykja bráðholl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engifer er planta sem hefur verið ræktuð í þúsundir ára í Kína og á Indlandi. Rætur hennar eru oftast notaðar sem krydd í mat en á síðari árum hafa „engiferskot“ náð miklum vinsældum. Engifer gagnast gegn ógleði, bólgum, slitgigt og vöðvaverkjum.

Rannsóknir hafa sýnt að engifer er meðal þeirra efna sem gagnast best gegn bólgum í líkamanum.

Aðrar rannsóknir hafa sýnt að engifer virkar gegn ógleði, hvort sem hún er vegna sjóveiki, bílveiki, óléttu eða lyfjameðferðar. Svo er auðvitað spurning hvort það virki gegn ógleði af völdum timburmanna!

Engifer styrkir ónæmiskerfið og veitir því aukið afl í baráttunni við veirur sem ráðast á líkamann, til dæmis kvefveirur.

Engifer getur linað gigtarverki. Rannsóknir hafa sýnt að það getur dregið úr stífleika og verkjum hjá fólki sem er með slitgigt í hnjám og mjöðmum og þannig bætt getu þess til að hreyfast.

Rannsóknir hafa leitt í ljóst að engifer dregur úr vöðvaverkjum eftir líkamsæfingar og enn og aftur er talið að engiferólið eigi hlut að máli.

Hvernig er best að borða engifer?

Engifer gagnast best ef rótin er borðuð hrá. Það er til dæmis hægt að rífa hana og blanda í safa, skyr eða þeyting. En það er líka hægt að setja hana í sushi, súpur eða hakka hana fínt og setja yfir wokrétti. Hún hentar einnig vel til notkunar í marineringu á kjöti. Svo eru það auðvitað engiferskotin vinsælu. En rétt er að hafa í huga að virkni engifers minnkar um helming við það að sjóða það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi