fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Pressan
Mánudaginn 3. nóvember 2025 19:30

London. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Steadman fyrrverandi fulltrúi Verkamannaflokksins í bæjarstjórn Islington í norðurhluta Lundúna hefur verið ákærður fyrir að beita fyrrverandi þingmann Íhaldsflokksins á breska þinginu, William Wragg, fjárkúgun með því að leiða hann í gildru á stefnumótaappi en tilgangurinn var þó ekki að afla fjár heldur símanúmera.

Oliver Steadman. Mynd/Skjáskot/Youtube.

Málið vakti töluverða athygli í Bretlandi á síðasta ári en þá viðurkenndi Wragg að hafa sent kúgara sínum sem virðist hafa verið Steadman símanúmer annarra þingmanna Íhaldsflokksins, starfsmanna þeirra og blaðamanna. Er talið að Wragg hafi sent kúgaranum um 12 númer.  Hafði kúgarinn fengið Wragg til að senda nektarmyndir af sjálfum sér en þeir höfðu kynnst á stefnumótaappinu Grindr sem er ætlað samkynhneigðum. Hótaði kúgarinn því að af Wragg myndi ekki senda sér númerin þá myndi hann birta myndirnar opinberlega. Lét Wragg þá undan.

William Wragg. Skjáskot/Youtube.

Kúgarinn gekk ýmist undir nöfnunum Charlie og Abi á Grindr og hafði verið í samskiptum við fleiri stjórnmálamenn. Wragg sagði að hann og Charlie hefðu náð vel saman og hann talið að þarna hefði hann mögulega kynnst einhverjum sem hann gæti endað í rómantísku sambandi með. Hann hafi verið hrifinn og látið að verða af því að senda myndirnar.

Talið er að reynt hafi verið með sams konar hætti að leiða fleiri þingmenn í gildru áður en Wragg gekk í hana en þeir aðilar sem áttu símanúmerin sem hann sendi Charlie fengu í kjölfarið óumbeðin daðursfull skilaboð frá kúgaranum.

Wragg hugleiddi sjálfsvíg og leitaði sér lækninga eftir að málið komst upp, sagði sig úr Íhaldsflokknum og bauð sig ekki fram til endurkjörs í þingkosningunum á síðasta ári.

Í kjölfar rannsóknar lögreglu á málinu beindust síðan spjótin að áðurnefndum Oliver Steadman sem talinn er vera Charlie. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjárkúgun gegn Wragg og að senda móðgandi, ósæmileg og ógnandi skilaboð til hans og fjögurra annarra. Steadman sem er 28 ára gengur laus gegn tryggingu og mál hans verður tekið næst fyrir af dómara í desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar