fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Pressan
Mánudaginn 3. nóvember 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum fundu á dögunum 13 ára stúlku sem hafði verið saknað í nokkra daga eftir að hún hvarf frá heimili sínu í Baker í Louisiana.

Stúlkan fannst í kassa í kjallara á heimili 26 ára karlmanns og var maðurinn, Ki-Shawn Crumity, handtekinn á vettvangi.

Svo virðist vera sem stúlkan hafi kynnst manninum á Snapchat og honum tekist að sannfæra hana um að hitta sig með blekkingum. Hún er talin hafa ferðast sjálf með rútufyrirtækinu Greyhound alla leið til Pittsburgh þar sem maðurinn tók á móti henni.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að stúlkan hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi, fengið mat sem innihélt kannabisefni og verið neydd til að dvelja í kjallaranum með manninum og konu sem var einnig þar.

Tveir aðrir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við málið, annars vegar 62 ára maður í Columbus í Georgíuríki og 64 ára karlmaður í New Orleans. Þeir eru grunaðir um aðild að málinu en óvíst er hver þeirra þáttur var.

Lögregla segir að málið sé enn eitt dæmið um þær hættur sem geta leynst á samfélagsmiðlum fyrir börn og ungmenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 6 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt