fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

433
Mánudaginn 3. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasíska félagið Goias syrgir nú andlát Marcelo Hermeto Brasil, 15 ára leikmanns félagsins, sem lést í fjórhjólaslysi um helgina.

Í tilkynningu frá félaginu á samfélagsmiðlum kemur fram að Marcelo, sem lék sem hægri kantmaður hjá U15-liðinu, hafi alltaf verið til sóma og fyrirmyndar innan vallar sem utan.

„Það er með mikilli sorg sem Goias Esporte Clube tilkynnir andlát Marcelo Hermeto Brasil, leikmanns okkar í U-15. Hans verður ávallt minnst með hlýju. Goias fjölskyldan sendir fjölskyldu, vinum og stuðningsmönnum samúðarkveðjur,“ segir meðal annars í yfirlýsingu félagsins.

Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum lést Marcelo á leið á sjúkrahús eftir að hafa lent í slysi á fjórhjóli á búgarði vinar síns í bænum Leopoldo de Bulhoes, um 65 kílómetra austur af borginni Goiania.

Samúðarkveðjur hafa borist víðs vegar af vegna andlátsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag