fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Pressan
Laugardaginn 1. nóvember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jace Hanson, fyrrverandi starfsmaður Hereford House-steikhússins í Leawood í Kansas, hefur verið dæmdur í rúmlega ellefu ára fangelsi fyrir vægast sagt ógeðslegt athæfi.

Jace þessi tók upp myndbönd af sjálfum sér þegar sem hann kastaði af sér vatni yfir mat viðskiptavina, hrækti í hann og traðkaði ofan á honum. Þetta gerði hann áður en maturinn var borinn á borð fyrir viðskiptavini.

Hann var handtekinn eftir að FBI fékk ábendingu um að myndböndin væru í umferð. Þegar lögregla lagði hald á síma hans fannst svo annað og verra, myndefni sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt.

People greinir frá þessu en Hanson var handtekinn þann 25. apríl 2024 og áttu atvikin sér stað á mánaðarlöngu tímabili uns hann var hann handtekinn. Hann játaði sök í málinu í sumar en ákæran var alls í 33 liðum.

Jack Bond, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Leawood, vitnaði fyrir dómi að við rannsókn málsins hefðu lögreglumenn einnig fundið myndefni af kynferðislegri misnotkun barna á síma og tölvum Hansons.

„Þetta var það grimmilegasta og ofbeldisfyllsta efni sem ég hef nokkurn tíma séð,“ sagði Bond fyrir dómi, samkvæmt Johnson County Post, og bætti við að hann hefði þurft að taka hlé meðan hann fór yfir gögnin vegna þess hve skelfilegt efnið var.

Þann 9. október síðastliðinn var Hanson dæmdur í 11 ára og 4 mánaða fangelsi, en um er að ræða hámarksrefsingu fyrir brot af þessu tagi í Kansas.

Óhætt er að segja að málið hafi haft víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir eigendur Hereford House og sagði einn þeirra, Camellia Hill, að salan hefði hrunið um leið og málið komst í fréttirnar og lagt reksturinn í rúst. Var gripið til þess ráðs að loka útibúi staðarins í Leawood vegna málsins fjórum mánuðum eftir að Hanson var handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar