fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Pressan
Föstudaginn 31. október 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú hvort banna eigi sölu og dreifingu á vinsælum netbeinum sem framleiddir eru af fyrirtækinu TP-Link Systems í Kaliforníu.

Ástæðan er sú að móðurfélag fyrirtækisins er kínverska tæknifyrirtækið TP-Link Technologies og eru Bandaríkjamenn sagðir óttast njósnir af hálfu Kínverja.

Washington Post greinir frá þessu og segir að nokkrar alríkisstofnanir í Bandaríkjunum hafi stutt hugmyndina, þar á meðal innanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og varnarmálaráðuneytið. Lokaákvörðun um málið verður þó í höndum viðskiptaráðuneytisins.

Forsvarsmenn TP-Link Systems fullyrða að reksturinn í Bandaríkjunum sé algjörlega óháður og Kínverjar hafi enga aðkomu að þeim netbeinum sem framleiddir eru í Kaliforníu.

Sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að allar neikvæðar aðgerðir gegn TP-Link Systems hefðu engin áhrif á Kínverja en myndu skaða bandarískt fyrirtæki og starfsmenn þess verulega.

Bendir fyrirtækið á að aðeins bandarískir verkfræðingar geti uppfært netbeina í Bandaríkjunum.

TP-Link er fyrirferðamikið á bandarískum markaði og er talið að þriðjungur af öllum netbeinum í umferð þar í landi séu framleiddir af fyrirtækinu, að því er segir í frétt Washington Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því