fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“

Pressan
Föstudaginn 24. október 2025 11:30

Frá Lanzarote. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur ferðamaður sem stal hraunsteinum af eldfjallasvæðinu Montañas del Fuego á Lanzarote á Kanaríeyjum hefur skilað þeim aftur.

Ástæðan er sú að hann trúir því að gjörningurinn hafi fært honum gríðarlega mikla ógæfu.

Canarian Weekly segir frá þessu og vísar í bréf sem maðurinn sendi forsvarsmönnum Timanfaya-þjóðgarðsins.

Í bréfinu segir maðurinn að þjófnaðurinn hafi „ekki fært honum neitt nema ógæfu og persónulegan harmleik” og hann væri skuldbundinn til að skila steinunum. Ekki kemur fram hvaða harm maðurinn upplifði eftir að hafa tekið steinana.

Maðurinn, sem ekki er nefndur á nafn, segist í bréfi sínu hafa heyrt sögur af því að það boði ógæfu að taka eldfjallagrjót af upprunastað þess. Telur hann að það eigi svo sannarlega við í hans tilfelli. Viðurkenndi maðurinn að hafa tekið steinana nálægt jarðhitasvæði við gestastofu þjóðgarðsins.

Forsvarsmenn þjóðgarðsins ákváðu að birta frásögn mannsins opinberlega til að minna ferðamenn á að það er einmitt stranglega bannað að taka með sér steina af svæðinu. Ströng viðurlög eru við þessum brotum og geta ferðamenn sem verða uppvísir að slíku vænst þess að fá allt að 3.000 evru sekt.

Starfsmenn þjóðgarðsins leggja áherslu á að hraungrýtið á svæðinu sé ekki einungis náttúrufyrirbæri heldur hluti viðkvæms vistkerfis og menningararfs eyjunnar. „Þessi steinn á ekki heima á hillunni þinni,“ segir meðal annars í yfirlýsingu þjóðgarðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum