Konan, Tammy Carvey, sem búsett er í bænum Wyandotte, bað ChatGPT um að velja tölurnar fyrir útdráttinn sem fram fór þann 6. september síðastliðinn. Hún fékk fjórar hvítar tölur réttar og eina rauða ofurtölu og samanlagt hundrað þúsund dollara, eða rúmar 12 milljónir króna.
Tammy segist aðeins taka þátt í lottóinu þegar potturinn er óvenju stór eins og hann var í fyrrnefndum útdrætti í byrjun september. Kveðst hún ætla að klára að greiða niður lánið af húsi sínu og setja restina í sparnað.
Lottóyfirvöld í Michigan benda á að þó gervigreindin sé til margra hluta nytsamleg ráði tilviljunin ein því hvaða lottótölur koma upp úr pottinum. Ekki sé með nokkru móti hægt að spá fyrir um vinningstölurnar þó dæmið hafi vissulega gengið upp í þessu tilfelli.