fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Pressan
Mánudaginn 20. október 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur prestur, Henrik Leinket, segist hafa orðið fyrir miklu áfalli þegar hann komst að því að hann er barnabarn eins alræmdasta manns 20. aldarinnar – Heinrichs Himmlers, yfirmanns SS-sveitanna og helsta hugmyndasmiðs helfararinnar.

Leinket, sem er 48 ára og búsettur á Costa del Sol á Spáni, hafði ætlað sér að eiga rólega kvöldstund fyrir framan sjónvarpið fyrir skemmstu þegar hann rakst fyrir tilviljun á heimildarmynd um Himmler.

Sláandi líkindi

Leinket hafði lengi starfað sem hjónabandsráðgjafi og sinnti jafnframt prestsstarfi í hlutastarfi, en í umfjöllun Der Spiegel, sem Mail Online vitnar til, kemur fram að þessi starfsreynsla hans hafi ekki getað undirbúið hann fyrir það sem á eftir kom.

Myndin vakti áhuga hans á ævi Himmlers, sem stýrði kerfisbundinni útrýmingaráætlun nasista gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Leinket fór að leita nánari upplýsinga á netinu og tók þá eftir sláandi líkindum á milli ástkonu Himmlers, Hedwigar Potthast, og ömmu sinnar; andlitsdrættirnir voru þeir sömu og þær áttu sama fæðingar- og dánardag.

Potthast hafði unnið í höfuðstöðvum Gestapo og átt í ástarsambandi við Himmler frá 1940, þrátt fyrir að Himmler væri kvæntur Margarate Boden. Potthast og Himmler eignuðust tvö börn, Helge árið 1942 og Nanette-Dorotheu árið 1944, áður en Himmler svipti sig lífi eftir að Bretar handsömuðu hann árið 1945.

Eftir stríð giftist Potthast viðskiptamanninum Hans Staeck og fengu börnin nýtt eftirnafn – annað þessara barna var móðir Leinkets, fyrrnefnd Nanette-Dorothea.

Skyndilega barnabarn fjöldamorðingja

Leinket segir í viðtalinu að honum hafi aldrei verið sagt frá ætt sinni, en eftir að hafa grafið dýpra fann hann fæðingarvottorð þar sem Himmler er skráður sem faðir Nanette-Dorotheu.

„Ég trúði þessu ekki. Ég hélt að þetta væru einhver mistök,“ segir hann í viðtalinu.

Leinket rifjaði upp að amma hans hefði alltaf verið hlý og góð við sig sem barn, en á kreiki hafi verið orðrómur um fortíð hennar sem hún hafi augljóslega ekki viljað að kæmi upp á yfirborðið.

„Skyndilega ertu orðinn barnabarn fjöldamorðingja,“ sagði Leinket. „Hvernig gat hún elskað slíkan mann?“

Potthast lést árið 1994 og móðir Leinkets árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum