fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Pressan

Nýnasistar ætluðu að fremja hryðjuverk – Lögreglan fann rúmlega 200 vopn

Pressan
Föstudaginn 23. maí 2025 07:30

Þremenningarnir. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lásbogar, sverð, sveðjur, axir og veiðihnífar. Þetta eru nokkur af þeim 200 vopnum sem sérsveit lögreglunnar fann þegar hún gerði húsleit á nokkrum stöðum í Yorkshire, Derbyshire og Stafforshire á Englandi.

Þetta var í febrúar á síðasta ári og voru þrír menn handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglunnar. Þetta eru þeir Brogan Stewart og Marco Pitzettu, sem eru báðir 25 ára, og Christopher Ringrose, 34 ára.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þeir hafi verið fundnir sekir í síðustu viku um fjölda afbrota. Þar á meðal að hafa skipulagt hryðjuverkaárás á moskur, íslamskar menningarmiðstöðvar og bænahús gyðinga.

Aðgerðir lögreglunnar hófust eftir að henni bárust upplýsingar um að þremenningarnir væru að undirbúa sig undir það sem „þeir töldu vera óhjákvæmilegt kynþáttastríð.

Þeir höfðu orðið sér úti um rúmlega 200 vopn, þar á meðal næstum tilbúna hálfsjálfvirka skammbyssu en hún var þrívíddarprentuð.

Fyrir dómi sögðu þremenningarnir að þeir hefðu orðið sér úti um vopnin því þeir hafi verið að undirbúa sig undir innrás eða ástand þar sem uppvakningar herjuðu á fólk

En saksóknarar höfðu aðra sögu að segja og sögðu vopnin ætluð til notkunar í „kynþáttastríði“ og að mennirnir væru félagar í hópi á Internetinu, þar sem „nasistastjórnin væri lofsömuð“.

Fyrir dómi kom fram að þremenningarnir höfðu aldrei hist en þeir höfðu samt sem áður stofnað hóp á skilaboðaþjónustunni Telegram til að reyna að fá öfgamenn til liðs við sig. Lögreglumenn komust inn í þennan hóp. Talsmaður lögreglunnar segir að í hópnum hafi fólk látið í ljós aðdáun sína á fjöldamorðingjum og hafi viðrað mjög svo öfgasinnuð viðhorf gagnvart fólki sem líkist ekki meðlimum hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heilbrigðisráðherrann tók barnabörnin með í sund í mengaðri á

Heilbrigðisráðherrann tók barnabörnin með í sund í mengaðri á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi 13 árum eftir skelfilegt morð á 76 ára konu

Tekinn af lífi 13 árum eftir skelfilegt morð á 76 ára konu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ekki hann!“ – Fjölskylda í áfalli eftir útför ástvinar

„Þetta er ekki hann!“ – Fjölskylda í áfalli eftir útför ástvinar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sprenging við frjósemisstöð var hryðjuverk – Einn lést

Sprenging við frjósemisstöð var hryðjuverk – Einn lést