fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. ágúst 2024 13:21

Svona klæðaburður er ekki vel séður í skólanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en að skólaárið hófst í Charles-gagnfræðaskólanum í El Paso í Texas í síðustu viku fengu foreldrar barna einkennilegan tölvupóst um nýja reglu sem hefði tekið gildi. Samkvæmt nýju reglunum er nemendum bannað að mæta í svörtum fötum frá toppi til táar.

Dallas Morning News fjallar um þetta en skólastjórnendur báru því við að litir hefðu mikil áhrif á skap nemenda.

Í tölvupóstinum, sem skólastjórinn Nick DeSantis lagði nafn sitt við, kom fram að markmiðið væri að „útrýma“ útliti sem hefði einkennt nemendur á síðasta ári og var þar svartur alklæðnaður nefndur. Slíkur klæðaburður tengdist þunglyndi, geðrænum vandamálum og glæpum.

Foreldrar, bæði núverandi og fyrrverandi nemenda, voru hreint ekki sáttir við þessar nýju reglur og sögðu að forræðishyggjan hefði gengið of langt. Ein móðir benti á að þó að fólk klæðist litríkari fötum sé manneskjan enn sú sama, hvort sem hún glímir við andleg veikindi eða ekki.

Skólinn hefur nú ákveðið að draga í land og sagði í yfirlýsingu að mistök hafi orðið þegar pósturinn var sendur út. Aðeins hefði verið um tilmæli um klæðaburð að ræða en ekki reglur. Málið verði unnið betur og kynnt fyrir bæði foreldrum og nemendum að þeirri vinnu lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum