fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. ágúst 2024 13:21

Svona klæðaburður er ekki vel séður í skólanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en að skólaárið hófst í Charles-gagnfræðaskólanum í El Paso í Texas í síðustu viku fengu foreldrar barna einkennilegan tölvupóst um nýja reglu sem hefði tekið gildi. Samkvæmt nýju reglunum er nemendum bannað að mæta í svörtum fötum frá toppi til táar.

Dallas Morning News fjallar um þetta en skólastjórnendur báru því við að litir hefðu mikil áhrif á skap nemenda.

Í tölvupóstinum, sem skólastjórinn Nick DeSantis lagði nafn sitt við, kom fram að markmiðið væri að „útrýma“ útliti sem hefði einkennt nemendur á síðasta ári og var þar svartur alklæðnaður nefndur. Slíkur klæðaburður tengdist þunglyndi, geðrænum vandamálum og glæpum.

Foreldrar, bæði núverandi og fyrrverandi nemenda, voru hreint ekki sáttir við þessar nýju reglur og sögðu að forræðishyggjan hefði gengið of langt. Ein móðir benti á að þó að fólk klæðist litríkari fötum sé manneskjan enn sú sama, hvort sem hún glímir við andleg veikindi eða ekki.

Skólinn hefur nú ákveðið að draga í land og sagði í yfirlýsingu að mistök hafi orðið þegar pósturinn var sendur út. Aðeins hefði verið um tilmæli um klæðaburð að ræða en ekki reglur. Málið verði unnið betur og kynnt fyrir bæði foreldrum og nemendum að þeirri vinnu lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi