fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Fundu nestisbox frá 1951 í kjallaranum– Innihaldið kom þeim mjög á óvart

Pressan
Laugardaginn 25. maí 2024 17:30

Nestisboxið var uppi á bjálka í kjallaranum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður einn var að endurnýja kjallarann heima hjá sér fann hann nestisbox sem hafði verið sett upp á bjálka undir stofugólfinu.

„Ég tók boxið og kallaði á eiginkonuna. Við fundum að það var eitthvað þungt í því. Gat það verið gull eða mynt?“ skrifaði maðurinn á Imgur.

Þegar þau opnuðu nestisboxið fundu þau gamalt dagblað, dagsett 25. mars 1951. Þannig gátu þau tímasett hvenær boxinu hafði verið komið fyrir uppi á bjálkanum.

En undir dagblaðinu blasti sannkallaður fjársjóður við þeim, mikið magn peninga.

„Guð minn góður! Þetta er há upphæð! Við skulfum þegar þarna var komið við sögu. Var þetta virkilega að koma fyrir okkur?“ skrifaði maðurinn á Imgur.

„Sumir seðlarnir voru sjaldgæfari en aðrir. Allir voru þeir dagsettir á tímabilinu 1928-1934. Hvað áttum við að gera? Máttum við eiga þá? Hvers virði voru þeir?“ bætti maðurinn síðan við og upplýsti síðan að verðmæti seðlanna hafi verið 23.000 dollarar.

En sögunni lýkur ekki þarna, því um viku síðar fann hann annað nestisbox í kjallaranum. Það var þyngri en hitt. Peningar voru einnig í því og þegar upp var staðið höfðu þau fundið peninga að verðmæti 45.000 dollara en það svarar til um 6,2 milljóna íslenskra króna.

Peningarnir komu sér vel við að fjármagna endurbæturnar á húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns