fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Kaffidrykkja getur hugsanlega komið í veg fyrir krabbamein

Pressan
Laugardaginn 6. apríl 2024 17:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er komin enn ein ástæðan til að hella upp á kaffi. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda nefnilega til að kaffidrykkja geti hugsanlega komið í veg fyrir krabbamein.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að niðurstöður rannsóknar breskra og hollenskra vísindamanna bendi til þess að það hafi jákvæð áhrif á líkamann að drekka kaffi.

Rúmlega 1.700 ristilkrabbameinssjúklingar tóku þátt í rannsókninni. Niðurstaða hennar er að þeir sem drukku að minnsta kosti fimm kaffibolla á dag voru í 32% minni hættu á að fá krabbamein á nýjan leik.

Einnig kom í ljós að lífslíkur þeirra sjúklinga, sem drukku kaffi, voru meiri en þeirra sem ekki drukku kaffi. Mestu áhrifin virtust vera hjá þeim sem drukku mest kaffi.

Ellen Kampman, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir niðurstöðurnar vera „heillandi“ en leggur áherslu á að niðurstaðan sýni tölfræðilegt samhengi á milli kaffineyslu og hættunnar á að fá krabbamein á nýjan leik. Með öðrum orðum þá liggur ekki fyrir hvort um bein orsakatengsl sé að ræða.

Hún sagði að vísindamennirnir vonist til að niðurstaðan sé í raun sú  að magnið skipti máli, þeim mun meira kaffi sem sé drukkið, þeim mun meiri séu áhrifin.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að kaffidrykkja getur haft margvísleg jákvæð áhrif á heilsu fólks. Til dæmis dregur hún úr hættunni á krabbameini í lifur og leghálsi. Hún dregur einnig úr hættunni á að fá sykursýki 2, Parkinsonssjúkdóminn, blóðtappa og þess háttar. En í niðurstöðum þessara fyrri rannsókna kemur fram að ávinningurinn sé mestur ef kaffineyslan er 3-4 bollar á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 1 viku

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna