fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Þetta er ávöxturinn sem gerir þig glaða(n)

Pressan
Laugardaginn 2. mars 2024 18:30

Ávextir og grænmeti eru sannkölluð hollusta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnst þér veturinn vera dimmur og dapurlegur? Ef svo er, þá er kannski ekki úr vegi að prófa að fara út í búð og kíkja í ávaxtadeildina.

Ástæðan er að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar nýsjálenskra vísindamanna, sem hefur verið birt í vísindaritinu British Journal of Nutrition, þá getur kíví gert þig glaða(n).

Ástæðan er að ávöxturinn inniheldur mikið af C-vítamíni en vísindamenn hafa lengi bent á að það geti bætt skapið. En það kom vísindamönnunum á óvart hversu hratt það virkar á skapið að borða kíví.

Í rannsókninni var þátttakendunum skipt upp í þrjá hópa. Eftir aðeins fjóra daga var greinilegur munur á skapi þátttakendanna eftir því hvort þeir borðuðu tvö kíví daglega eða ekki.

En sá galli er á gjöf Njarðar að áhrifin eru frekar skammvinn því áhrifin ná hámarki eftir 14 til 16 daga.

Ef þú ert ekki svo hrifin(n) af kíví, þá er hægt að fá C-vítamín úr öðrum ávöxtum og grænmeti sem falur kannski betur að bragðlaukum þínum. Þar má nefna sítrusávexti, ber, tómata og blómkál. Ekki liggur þó fyrir hvort sömu áhrif náist með neyslu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat