fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu

Pressan
Miðvikudaginn 2. október 2024 03:10

Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri endurminningabók sinni „Unleashed“ segir Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands að hann telji að upptök heimsfaraldurs kórónuveirunnar megi rekja til þess að veiran hafi sloppið út úr kínverskri rannsóknarstofum.

Í umfjöllun Daily Mail um bókina kemur fram að Johnson segist ekki lengur hallast að hinni opinberu skýringu um að veiran hafi borist í fólk á kjötmarkaðnum í Wuhan í Kína.

Það verður að teljast ólíklegt að þessi skoðun Johnson breyti miklu eða valdi því að málið verði rannsakað enn á ný.

„Það hryllilega við COVID hörmungarnar er að þetta virðist hafa verið algjörlega af mannavöldum, að öllu leyti. Það virðist mjög líklegt að stökkbreytingin hafi verið afleiðing misheppnaðrar tilraunar á kínverskri rannsóknarstofu,“ skrifar Johnson og bætir við að vísindamenn hafi greinilega verið að splæsa veirum saman en þessi veira hafi stokkið upp úr tilraunaglasinu og byrjað að fjölga sér um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála
Pressan
Fyrir 2 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir