fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Pressan

Myndband: Sýnir óþrifnaðinn í leiguíbúðinni – „Guð minn góður, þetta lyktar svo illa“

Pressan
Sunnudaginn 15. janúar 2023 17:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigusali að nafni Stepha birti á dögunum myndband á samfélagsmiðlinum TikTok en í myndbandinu sýnir hún slæmt ásigkomulag á íbúð sem hún var að leigja út. Hún segist hafa þurft að henda leigjandanum úr íbúðinni vegna vandamála sem komu upp en til að mynda höfðu aðrir leigjendur kvartað yfir honum. Þegar Stepha tók aftur við íbúðinni fann hún viðbjóðslega lykt koma úr svefnherberginu í íbúðinni.

Þegar hún opnaði dyrnar á svefnherberginu kom í ljós hvers vegna það var svona vond lykt en allt var í drasli í svefnherberginu. „Guð minn góður, þetta lyktar svo illa,“ sagði Stepha er hún opnaði inn í herbergið og sýndi fylgjendum sínum inn í það. Töluvert magn af óhreinum diskum, skálum og bollum var að finna í herberginu, auk mikils fjölda af umbúðum af skyndibita. Þá voru einnig stórir fullir ruslapokar í herberginu.

Í fataskápnum voru svo ennþá fleiri pokar af drasli, meðal annars frá Burger King. Í skrifborðsskúffunum var svo að finna meira af óhreinu leirtaui og rusli, sömu sögu var svo að segja um náttborðsskúffurnar en þar var einnig óhreint leirtau og mikið af rusli.

Í athugasemdunum við myndbandið furða netverjar sig á óþrifnaðinum og því að einhver gæti haft svefnherbergið sitt svona. „Þetta er ógeðslegt, ég myndi rukka fyrir þrifin,“ segir til dæmis einn netverji. „GUÐ MINN GÓÐUR! Hver setur óhreina diska Í SKÚFFURNAR?“ spyr svo annar.

Ekki voru þó allir netverjarnir í sjokki, sumir þeirra hugsuðu til þess sem leigði íbúðina og bentu á að sá gæti átt erfitt. „Ég velti því fyrir mér hversu illa þeim leið andlega til að skilja þetta svona eftir,“ segir til dæmis einn af netverjunum sem hugsar til leigjandans.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

@stephadiy Gross, disgusting, how do people live like this??? @FailArmy @Vale Fails ♬ original sound – StephaDIY

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA ætlar að koma upp sviflest á tunglinu

NASA ætlar að koma upp sviflest á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng
Pressan
Fyrir 6 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 1 viku

Stakk vinkonu sína 500 sinnum

Stakk vinkonu sína 500 sinnum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni