fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Ungur maður sakfelldur fyrir að beita litlu systur sína kynferðisofbeldi og myrða hana

Pressan
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 22:00

Systkinin saman á gangi kvöldið örlagaríka/Skjáskot úr eftirlitsmyndavél

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky News greindi frá því fyrr í dag að tvítugur maður að nafni Connor Gibson hefði verið fundinn sekur fyrir dómi í Glasgow um að hafa ráðist á yngri systur sína Amber, sem þá var 16 ára gömul, í skóglendi nærri bænum Haimilton í Skotlandi, gert tilraun til að nauðga henni og í kjölfarið orðið henni að bana með því að veita henni þung högg á líkama og höfuð og loks kyrkja hana.

Ódæðið var framið í nóvember 2021. Connor Gibson neitaði sök en var þrátt fyrir það sakfelldur.

Dómarinn í málinu sagði við Gibson að verknaður hans hafi verið úrkynjaður og að hann muni gjalda fyrir það dýru verði.

Tilkynnt var um hvarf Amber 26. nóvember 2021 en lík hennar fannst 28. nóvember. Tveimur dögum síðar birti Connor hjartnæma kveðju til hennar á Facebook-síðu sinni. Hann sagði að öll fjölskyldan myndi sakna hennar en þó sérstaklega hann og að honum þætti vænt um hana.

Connor var svo handtekinn grunaður um morðið á systur sinni daginn eftir að hann birti kveðjuna.

Stórir blóðblettir fundust á jakka hans sem voru í samræmi við áverka Amber. DNA úr Connor fannst á stuttbuxum sem Amber klæddist í stað nærbuxna en þær höfðu verið rifnar af henni.

Fósturfaðir systkinanna bar vitni fyrir dómi og sagði að hann hefði í gegnum tíðina forðast að láta þau vera í félagsskap hvors annars því þau pössuðu ekki vel saman.

Connor var fimm ára og Amber þriggja ára þegar þau voru send í fóstur til mannsins og eiginkonu hans en fóstrið varð gert varanlegt nokkrum árum síðar.

Þegar Amber var myrt bjó Connor á gistiheimili fyrir heimilislausa en hún bjó á barnaheimili.

Daginn sem lík Amber fannst tjáði Connor fósturföður þeirra að þau systkinin hefðu lent upp á kant hvort við annað.

Fósturforeldrar systkinanna sögðu í yfirlýsingu að Connor hefði svipt Amber örygginu og lífinu og að þau muni aldrei jafna sig á því. Þau segjast feginn því að hann hafi verið sakfelldur og sé á bak við lás og slá en það skipti ekki máli hversu langan fangelsisdóm Connor muni hljóta. Löng fangelsisvist hans muni ekki bæta fyrir það að svo ungt líf hafi verið tekið.

Þau segja að Amber hafi verið ótrúlega bjartsýn og glaðlynd stúlka sérstaklega miðað við hversu mikið hún hefði gengið í gegnum.

Hjónin segja að kerfið hafi marg sinnis brugðist Connor og Amber. Þau telja að þennan hrylling hefði mátt koma í veg fyrir.

Ákvörðun refsingar Connor var frestað fram í september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 6 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 1 viku

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva