fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Gera tilraun með að selja Mars súkkulaði í pappírsumbúðum

Pressan
Þriðjudaginn 30. maí 2023 06:55

Svona líta umbúðirnar út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðandi Mars súkkulaðisins vinsæla hefur ákveðið að gera tilraun með að selja súkkulaðið í pappírsumbúðum í staðinn fyrir hefðbundnar plastumbúðir. Markmiðið er auðvitað að draga úr plastnotkun en fyrirtækið stefnir að því að draga úr plastnotkun sinni um þriðjung til skamms tíma litið.

Sky News skýrir frá þessu og segir að súkkulaði í pappírsumbúðum verði selt í verslunum Tesco í Bretlandi í tilraunaskyni.

Framleiðandinn, Mars Wrigley UK, segir að stefna þess sé að allar umbúðir þess verði endurvinnanlegar, endurnýtanlegar eða nothæfar til jarðvegsgerðar. Þessi tilraun sé liður í rannsókn fyrirtækisins á hvaða umbúðir geti hentað.

Áskorunin sem fyrirtækið stendur frammi fyrir er að finna umbúðir sem eru umhverfisvænar en tryggja um leið matvælaöryggi og gæði matvælanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frygðarstunur trufluðu fréttamannafundinn – Myndband

Frygðarstunur trufluðu fréttamannafundinn – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn