fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Pressan

Segir að fleiri heimsfaraldrar muni skella á okkur

Pressan
Föstudaginn 17. mars 2023 05:16

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og staðan er núna má segja að heimsfaraldur kórónuveirunnar heyri sögunni til. Að minnsta kosti fer lítið fyrir faraldrinum en hann er þó ekki alveg horfinn af sjónarsviðinu. En það munu koma fleiri heimsfaraldrar í framtíðinni.

Þetta sagði Henrik Ullum, forstjóri dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar (Statens Serum Institut) í samtali við Politiken um helgina.

Viðtalið var tekið í tilefni þess að á laugardaginn voru þrjú ár liðin frá því að Mette Frederiksen, forsætisráðherra, tilkynnti á fréttamannafundi um umfangsmikla stöðvun samfélagsstarfsemi, lokun landamæranna og fleiri aðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Ullum sagði að þrátt fyrir að við höfum að mestu lagt heimsfaraldurinn að baki okkur þá getum við engan veginn varpað öndinni léttar. „Við sáum hvernig kórónuveiran breiddist leifturhratt frá Kína til annarra heimshluta með flugfarþegum. Í gamla daga gat það tekið nýja sjúkdóma mörg ár að breiðast út, því fólk ferðaðist ekki þvers og kruss um heiminn. Núna er þetta öðruvísi,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær megi reikna með nýjum heimsfaraldri en sagði að hækkandi hiti, stríð og flóttamenn geti skapað betri skilyrði fyrir heimsfaraldra. Einnig sé dýrahald okkar stór áhættuþáttur.

Smit geti borist í fólk úr mörgum dýrum. Það sem augun beinist mest að núna sé fuglainflúensa af H5N1 stofni. Hún valdi mjög alvarlegum veikindum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO tilkynnti í lok febrúar að grannt sé fylgst með fuglaflensunni. Hún berst sjaldan í fólk og þegar það gerist er það aðallega fólk sem hefur verið í náinni snertingu við sýkta fugla sem smitast. Dánartíðnin er um 50-60%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna