fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Hefur lagt fram DNA-sýni til þess að fá úr því skorið hvort hún sé mögulega Madelaine McCann

Pressan
Mánudaginn 13. mars 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin pólska, Julia Faustyna – sem einnig gengur undir nafninu Julia Wendell, komst í heimsfréttirnar á dögunum þar sem hún heldur því fram að hún sé í raun Madeleine McCann, breska stúlkan sem hvarf í sumarleyfi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007, þá aðeins fjögurra ára gömul.

Wendell hefur haldið þessu fram á samfélagsmiðlunum Instagram og Tiktok þar sem hún birtir efni undir nafninu @iammadeleinemccann.

Erlendir fjölmiðlar greina nú frá því að Wendell hafi lagt fram fjögur sýni, þar á meðal DNA-sýni,  sem verða rannsökuð og gætu gefið vísbendingu um hvað sé satt og logið í málinu. Dr. Fia Johansson greinir frá þessu í samtali við RadarOnline.com en markmiðið með prófunum er að meta hvort Wendell sé sannarlega frá Bretlandseyjum. Verði það raunin verður farið dýpra í rannsóknina og reynt að fá erfðaefni hennar borið saman við McCann-fjölskylduna.

Dr. Johansson segir að Wendell hafi verið flutt á öruggan stað í Bandaríkjunum en í kjölfar heimsfrægðarinnar hafi henni borist fjöldinn allur af líflátshótunum.

„Við höfum fjölda sannanna sem sýna fram á að Julia var fórnarlamb mansals á vegum alþjóðlegs hrings barnaníðinga og flutt til Póllands. Við erum enn að rannsaka málið en það er alveg ljóst að Julia er ekki líffræðileg dóttir foreldra sinna,“ segir Dr. Johansson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli